fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirFlensborgarhlaupið var hlaupið í blíðviðri í gær - MYNDASYRPA

Flensborgarhlaupið var hlaupið í blíðviðri í gær – MYNDASYRPA

Flensborgarhlaupið var endurvakið í gærkvöldi eftir nokkurt hlé en í ár var ákveðið að styrkja verkefnið Ungt fólk og sorgin á vegum Sorgarmiðstöðvarinnar á St. Jósefsspítala.

Hlaupið var eftir Strandstígnum og þeir sem hlupu lengst hlupu út á Garðaveg í átt að Álftanesi og til baka.

10 km hlaup

40 keppendur tóku þátt í 10 km hlaupinu en kom Eric Contant (37) fyrstur í mark á 40:39 mínútum en fyrst kvenna var Sylvi Thorstenson (30) á 45:36 mínútum.

Yngsti keppandinn var 16 ára en sá elsti 62 ára.

Framhaldsskólameistari varð Viktor Leví Andrason (19) sem hljóp á 49:57 mínútum.

5 km hlaup

37 keppendur tóku þátt í 5 km hlaupinu en þar kom Hlynur Ólason (21) fyrstur í mark á 17:03 mínútum en fyrst kvenna var Þórey Mjöll Guðmundsdóttir (11) sem kom í mark á 22:21 mínútum.

Yngsti keppandinn var 8 ára og sá elsti 62 ára.

Boðið var upp á hressingur strax eftir hlaup og pylsur við íþróttahúsið við Strandgötu þar sem verðlaunaafhending fór fram.

Heildarúrslit má sjá hér.

Flensbogarskólinn 140 ára

Framundan er 140 ára afmæli skólans. Formleg afmælisdagskrá fer fram í hátíðarsal skólans í hádeginu fimmtudaginn 29. september en eftir hádegi verður skólinn opinn gestum og gangandi.

Myndasyrpa

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2