Flensborgarhlaupið var hlaupið í blíðviðri í gær – MYNDASYRPA

Brimir Norfjörð, 13 ára, varð þriðji í 5 km hlaupinu.

Flensborgarhlaupið var endurvakið í gærkvöldi eftir nokkurt hlé en í ár var ákvðið að styrkja verkefnið Ungt fólk og sorgin á vegum Sorgarmiðstöðvarinnar á St. Jósefsspítala.

Hlaupið var eftir Strandstígnum og þeir sem hlupu lengst hlupu út á Garðaveg í átt að Álftanesi og til baka.