Rúmlega 100 manna hópur frá Hlaupahópi FH hélt í síðustu viku til Omegna við Lago d‘Orta vatnið í NV-Ítalíu. 83 hlauparar tók þar þátt í miklu fjallahlaupi sem þeir hafa undirbúið sig fyrir síðustu mánuðina. Þrautreyndur hlaupari og landsliðsfyrirliði í utanvegahlaupum, Friðleifur Friðleifsson var aðalþjálfari hópsins fyrir þetta hlaup.

Glæsilegur hópurinn ásamt tveimur forsvarsmönnum hlaupsins við komuna til Ítalíu.

Erfiðar aðstæður

Björn Guðmundsson var kátur þó sár væri og skítugur eftir nokkrar byltur.

Gríðarlega mikil rigning var búin að vera á svæðinu og hafði það veruleg áhrif á hlaupið. Leiðin var á köflum eitt drullusvað og það voru skítugir hlauparar sem komu í mark.

Gríðarleg ánægja var meðal hafnfirska hópsins með hlaupið. Allir sem lögðu af stað komust í mark og allir komu því sem næst óslasaðir út úr byltunum. Hlaupaleiðin hjá öllum var mjög fögur og hrikaleg þó útsýnið hafi ekki verið mikið.

Hlaupið er um mikið brattlendi, sérstaklega í lengri hlaupunum og slóðin oft erfið yfirferðar og á stundum varasamar aðstæður. Þeir sem hlupu 100 km og flestir sem hlupu 60 km hlupu um tíma í myrkri og rigningu en höfuðljós og vel merkt hlaupaleið varð til þess að enginn villtist verulega af leið ef frá er talinn einn hlaupari í hópnum sem missti af um 9 km krók eftir um 80 km hlaup. Var það að vonum verulega svekkjandi enda var hlauparinn í mjög góðu formi í lok hlaupsins.

Skipuleggjendur mótsins birtu þessa mynd þegar búið var að taka saman eftir keppnina og voru greinilega ánægðir að hafa fengið þennan stóra íslenska hóp með í keppnina.

Hér að neðan má sjá myndband sem gert var í 17 km hlaupinu

Sex Íslendingar í 100 km hlaupi

Lengsta hlaupið sem Íslendingarnir tóku þátt í var 100 km hlaup þar sem heildarhækkun á hlaupaleiðinni er sam­tals 6.210 metrar og jafnmargir metrar niður en hæsti tindur sem farið er á er 1.640 m Hlaupið varð reyndar aðeins styttra þar sem leiðinni var breytt á síðustu stundu vegna vatnavaxta.

Svanur Þór Karlsson var einn þeirra sex sem tóku þátt í 100 km hlaupinu

Fjórar konur og tveir karlar úr Hlaupahópi FH tóku þátt í þessu mikla hlaupi en aðeins einn þeirra hafði hlaupið svona langt áður. Yngsti hlaup­arinn er 28 ára en sá elsti er 54.

Alls héldu 326 af stað en 269 luku hlaupinu.

Svona hlaup er gríðarleg þrekraun, bæði líkamlega og ekki síður andlega en fyrstur í mark af hlaupahópnum var Viggó Ingason sem lauk hlaupinu á 17:42,01 klst. og varð 59. í hlaupinu. Síð­asti kepp­andinn kom í mark á rúmum 32 klst.

Röð Íslendinganna í 100 km hlaupinu

RöðRöð kynKeppandi 100 kmTímiKynF.árNr.
5952Viggó Ingason17:42:01M1983535
9215Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 18:36:32F1965543
114Brynja Hlíf Baldursdóttir*19:15:00*F1967705
17330Ásta Björk Guðmundsdóttir21:01:40F1991660
175145Svanur Þór Karlsson21:01:57M1970542
22137Anna Sigríður Arnarsdóttir23:10:07F1974534

*Brynja missti af um 9 km leið undir lokin og kom í mark á 17:11,59 klst. Mótstjórn ákvað að skrá áætlaðan tíma hennar 19:15,00 klst. og raðaði henni í sæti.

Tólf tóku þátt í 60 km hlaupi

12 Íslendingar tóku þátt í 60 km hlaupinu, sjö karlar og fimm konur, yngsti hlauparinn var 26 ára og sá elsti 62 ára.

Röðin var þétt þegar haldið var af stað upp brattar götur í 60 km hlaupinu.

Alls hlupu 539 hlauparar frá 29 þjóðum af stað en 431 lauk hlaupinu.

Rigning og þoka hindruðu útsýni að mestu en þegar sást niður að Orta vatninu eins og hér á Madonna Del Sasso, þá var stoppað og teknar myndir.

Heildarhækkun í þessu hlaupi er samtals 3.330 m en hæst er farið 1.640 m hæð eins og hjá 100 m hlaupurunum. Enginn þessara hlaupara hafði áður hlaupið alveg svona langt en allir höfðu hlaupið Laugaveginn sem er 53 km en mun minni heildarhækkun.

Hlynur Guðmundsson var fyrstur Íslendinganna í 60 km hlaupinu.

Fyrstur Íslendinga í mark var Hlynur Guðmundsson á 7:02,05 klst. og varð hann 10. í hlaupinu og 6. karla en sigurvegarinn kom í mark á 5:56,27 klst. Síðastur í mark kom eftir 18:12 klst.

Röð Íslendinganna í 60 km hlaupinu

RöðRöð kynKeppandi 60 kmKynF.árNr.Tími
109Hlynur GuðmundssnM197212807:02:05
8374Tómas BeckM198010249:10:24
240203Björn Guðmundsson M1975110010:55:00
241204Daníel Gunnars Jónsson M1980120810:55:01
257219Guðni Gíslason M1957106511:07:36
296254Sveinbjörn SigurðssonM1965106911:47:26
29743Þorbjörg Ósk PétursdóttirF1969106211:47:26
29844Valgerður RúnarsdóttirF1964108111:47:26
29945Sigríður Sara SigurðardóttirF1968137111:47:27
300255Gísli Ágúst GuðmundssonM1960106611:47:27
34159Matthildur RúnarsdóttirF1972108512:37:13
34460Arndís Eva FinnsdóttirF1993119312:42:42

36 tóku þátt í 34 km hlaupi

Íslendingarnir sem hlupu 34 km hlaup voru samtals 36 en alls héldu 572 af stað í hlaupið og 495 luku því.

Guðrún Reynisdóttir tók þátt í 34 km hlaupinu.

Heildarhækkun í þessu hlaupi var 2.200 m en hæsti tindurinn sem farið var á er 1.640 m.

Fyrstur Íslendinga í mark var Grétar Snorrason á 4:19,25 klst. sem varð í 29. sæti í heild og 28. sæti karla. Sigurvegarinn kom í mark á 3:14,38 klst.

Röð Íslendinganna í 34 km hlaupinu

RöðRöð kynKeppandi 34 kmKynF.árNr.Tími
2928Grétar SnorrasonM198121244:19:25
5047Víðir MagnússonM196420244:39:25
7366Sigurjón SigurbjörnssonM195520784:52:51
21028Þóra GísladóttirF197721255:38:23
211183Einar Karl ÞórhallssonM198021195:38:23
214186Veigur SveinssonM197321125:39:39
223194Egill GuðmundssonM195320315:43:20
250219Sigurður Guðni ÍsólfssonM196825765:53:31
251220Ingvar StefanssonM196821655:53:31
34951Kristíanna Jessen F197524916:33:10
35354Margrét JóhannsdóttirF196321086:33:17
357302Helgi HarðarsonM196120866:35:10
37060Guðrún ReynisdóttirF196221556:39:44
374313Örn JohnsenM196520576:40:31
385320Þórarinn Böðvar ÞórarinssonM197521206:46:49
38968Jónína Kristín Ólafsdóttir F195722326:48:42
41980Harpa Hrönn GrétarsdóttirF197420886:59:05
42081Berglind Hallgeirsdóttir F197921406:59:05
42182Berglind Arnarsdóttir F198120666:59:05
431345Hannes Jón MarteinssonM197420877:07:27
43688Kristina Andersson F196120327:15:43
43989Birna Björk ÁrnadóttirF197020597:19:33
44090Valgerður ÁgústsdóttirF197320127:19:34
44191Inga EiríksdóttirF196421217:19:34
44292Bjarney Ólöf GunnarsdóttirF196920277:20:11
44793Ragnhildur AðalsteinsdóttirF197520777:24:09
44894Arna FriðriksdóttirF197620767:24:09
449355Jón Tryggvi ÞórssonM196324877:24:14
45095Þóra Bjarndís ÞorbergsdóttirF196524857:24:16
45196Ingibjörg ÞorbergsdóttirF196320967:24:34
45297Edda Dröfn EggertsdóttirF197920947:25:46
45498Auður ÞorkelsdóttirF196520727:26:29
46199Þórdís HalldórsdóttirF197721037:35:22
462363Guðbjartur MagnússonM197721047:35:23
472368Jóhannes ÆvarssonM197323467:44:16
473105Herdís RúnarsdóttirF197423477:44:18

28 tóku þátt í 17 km hlaupi

Þær voru glaðar þegar þær komu í mark eftir hátt í fjóra klukkutíma.

28 Íslendingar tóku þátt í 17 km hlaupi en alls tók 221 hlaupari þátt í hlaupinu og luku 216 keppni. Þá tók ein íslensk kona þátt í 17 km norrænni göngu sömu leið. Yngsti hlauparinn var 21 árs og sá elsti var 73 ára.

Íslenski fáninn var áberandi á marksvæðinu.

Heildarhækkun í 17 km hlaupinu var 680 m en hæst var farið í 680 m hæð yfir sjó en öll hlaupin hófust í um 300 m hæð yfir sjó.

Feðgarnir Friðleifur og Fannar Óli. Friðleifur er þjálfari hópsins og margreyndur hlaupari.

Fyrstur Íslendinga í mark var Fannar Óli Friðleifsson sem kom í mark á 1:35,49 klst. og varð í 16. sæti. Sigur­vegarinn kom í mark á 1:12,05 klst.

Guðmundur Jónsson var meðal keppanda í 17 km hlaupinu.

Röð Íslendinganna í 17 km hlaupinu

RöðRöð kynNafnKynF.árNr.Tími
1616Fannar Óli FriðleifssonM199832851:35:49
2423Arnar KarlssonM196930961:43:10
10177Gústav Axel GunnlaugssonM198732272:11:14
11688Kristján Ólafur GuðnasonM196532822:18:16
141102Sveinn Kjartan BaldurssonM194930192:25:34
146104Viktor ÓlasonM196430582:28:47
152106Guðmundur JónssonM195731442:33:06
16354Þórdís Jóhannsdóttir Wathne F198331142:42:40
16758Helena RichterF196731402:46:50
17061Elsa Sigríður ÞorvaldsdóttirF196130942:47:29
18269Erla KristinsdóttirF196531552:53:50
189115Sigurður ÞorvaldssonM196030882:56:15
19276Erna Björk HjaltadóttirF195831572:57:08
19780Hrefna Sif Heiðarsdóttir F197231483:07:27
19881Ragnheiður Jónsdóttir F196330423:07:27
19982Sara Finnbogadóttir F198131123:07:30
20083Harpa SævarsdóttirF197030483:07:31
20184Kristín ValdimarsdóttirF197530383:07:31
20285Sigríður Lísabet SigurðardóttirF196331433:08:29
20789Birgitta BaldursdóttirF196131543:45:55
20890Drífa FlosadóttirF197230283:45:58
20991Jóna SIgríður ÚlfarsdóttirF196031503:45:58
21092Guðrún StefánsdóttirF198030973:46:01
211119Jón Ómar ErlingssonM197130343:51:22
21293Þórhildur HöskuldsdóttirF197531563:51:22
21394Ída JensdóttirF197531193:51:22
21495Ásta KristjánsdóttirF197130353:51:22
216120Þorsteinn IngimundarsonM194630373:58:38
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir fékk fylgd tveggja góðra Ítala alla leiðina sem fögnuðu með henni í lokin.

Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (1957) kom í mark í 17 km göngu á 4:19,15 klst.

Fegurðin á hlaupasvæðinu var mikil.

Nánar má lesa um hlaupið á https://www.ultratraillo.com/