Haukar í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta

Mynd úr safni.

Haukastúlkur eru komnar í undanúrslit í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á Grindavík, 81-54.

Haukar skópu sigurinn í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 50-22 fyrir Hauka. Leikur liðanna var jafn í seinni hálfleik en Grindavík náði ekki að saxa á forskot Haukanna um nema eitt mark.

Stigahæst í liði Hauka var Þóra Kristín Jónsdóttir með 24 stig og í liði Grindavíkur skoraði Bríet Sif Hinriksdóttir13 stig.

Úrslit í öðrum leikjum:

Keflavík – KR: 60-82
Valur – Breiðablik: 89-59

ÍR og Skallagrímur mætast svo á kvöld og verður sigurvegarinn í þeim leik fjórða liðið í undanúrslitin í Laugardalshöll. lIðin sem komin eru áfram eru Haukar, KR og Valur.

Ummæli

Ummæli