Haukar deildarmeistarar eftir stórsigur á FH

Haukar fögnuðu vel í leikslok.

Haukar og FH mættust í toppslag Olís deildar karla í handbolta í kvöld á Ásvöllu. Fyrir leikin voru Haukar 7 stigum ríkari en FH og eiga þó einn  leik til góða. Haukar gátu því með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Haukar voru of sterkir fyrir FH að þessu sinni.

Einar Rafn skoraði fyrsta mark leiksins og kom því FH yfir. Haukar voru þó ekki lengi að ná forustynni en FH-ingar jöfnuðu jafnann fram að 20. mínútu þegar Haukamenn spýttu í lófana og Björgvin Páll varði hvert skotið eftir annað. Haukar náðu á þessum 10 mínútum í fyrri hálfleik 7-2 kafla og var því staðan 17-12 þegar flautað var til hálfleiks, heimamönnum í vil.

Topplið Hauka var í essinu sínu í kvöld.

Haukar juku forustuna og komust mest í 12 marka forystu, 33-21 en leiknum lauk með átta marka sigri Hauka, 34-26 og Haukar eru því deildarmeistarar í úrvalsdeildinni í handbolta 2021.

Brynj­ólf­ur Snær Brynj­ólfs­son og Stefán Rafn Sig­ur­manns­son voru makahæstir hjá Haukum með fimm mörk hvor og Björgvin Páll Gústavsson varði mjög vel í marki Hauka og varði 16 skot.

Deildarmeistarar Hauka í handknattleik karla 2021.

Hauk­ar voru sann­ar­lega í miklu stuði í kvöld og var mörk­un­um bróður­lega skipt á milli leik­manna í frá­bærri liðsframmistöðu. Brynj­ólf­ur Snær Brynj­ólfs­son og Stefán Rafn Sig­ur­manns­son skoruðu báðir fimm mörk, Tjörvi Þor­geirs­son fjög­ur og fjór­ir leik­menn skoruðu þrjú mörk.

Vegna Covid afhentu Haukamenn hvor öðrum medalíurnar.

Björg­vin Páll Gúst­avs­son fór svo á kost­um í marki Hauka og varði 16 skot, og var með rétt rúm­lega 42 pró­sent markvörslu.

Mikil gleði var á Ásvöllum

Glæsileg frammistaða hjá Haukunum!

Ljósmyndir: Fjarðarfréttir/Vignir Guðnason

Ummæli

Ummæli