fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH sló Hauka út úr bikarkeppninni í handbolta

FH sló Hauka út úr bikarkeppninni í handbolta

FH og Haukar mættust í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöldi. Búast mátti við spennandi leik en liðin mættust síðast í Hafnarfjarðarmótinu í lok ágúst og þá sigraði FH með þremur mörkum.

Haukar byrjuðu mun betur og komust í 7-3 en þá vöknuðu FH-ingar til lífsins og jöfnuðu í 7-7 um miðjan hálfleikinn. FH komst svo yfir og staðan var 15-14 í hálfleik.

FH var með yfirhöndina mestan hluta síðari hálfleiks og náði mest 3ja marka forskoti. En spennan var mikil undir lok leiksins. Þegar tvær mínútur voru eftir í stöðunni 26-25 fengu Haukar vítakast sem Brynjólfur Snær Brynjólfsson tók. Hafnaði boltinn beint í andliti Phil Döhlers og Brynjólfur Snær náði frákastinu og skoraði þegar Phil lá eftir. Var leikurinn stöðvaður á meðan hugað var að Phil og eftir mikla rekistefnu var markið ekki dæmt gilt og Haukar fengu aukakast. Nokkuð umdeildur dómur og vildu margir má rautt spjald á Brynjólf Snæ. Haukar skoruðu svo í sókninni og jöfnuðu í 26-26.

FH-ingar skoruðu svo í næstu sókn þegar rúm mínúta var eftir en Phil Döhler varði svo frá Haukum þegar um 25 sekúndur voru eftir.

FH sigraði svo með 27 mörkum gegn 26 og slógu Hauka út úr bikarkeppninni.

Frá 1990 hefur FH þrisvar orðið bikarmeistari, 1992, 1994 og 2019.

Haukar urður bikarmeistarar 1997, 2001, 2002, 2010, 2012 og 2014.

FH mætir Val

FH mætir svo á miðvikudaginn kl. 20.30 sigurvegurum úr leik Víkings og Vals sem leikinn var sl. föstudag þar sem Valur sigraði örugglega 31-24.

Uppfært.

Kvennaliðin leika í kvöld

Haukar sækja ÍR heim í kvöld kl. 19.30.

Fæ sækir Selfoss heim í kvöld kl. 20.30

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2