fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiFH jafnaði stöðuna í einvígi þeirra gegn Selfossi

FH jafnaði stöðuna í einvígi þeirra gegn Selfossi

Næsti leikurinn fer fram á þriðjudaginn kl. 14

FH og Selfoss mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í handbolta í Kaplakrika í dag. Selfoss hafði betur í fyrsta leik með 36 mörkum gegn 34 eftir framlengdan leik á Selfossi.

Leikurinn byrjaði af krafti en þó kom fyrsta mark kom ekki fyrr en á þriðju mínútu. FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og héldu forystunni það sem eftir var af leiknum en Selfyssingar nánast alltaf stutt á eftir. Ágúst Elí var með 13 varin skot í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-15.

FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu þeir fimm marka forskoti á Selfyssinga. Selfyssingar náðu mest að minnka forskotið niður í tvö mörk en náðu ekki lengra og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri FH, 37-33.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur í liði FH með 13 mörk og varði Ágúst Elí 17 bolta.

Í liði Selfoss var Einar Sverrisson markahæstur með 11 mörk og vörðu markmenn Selfyssinga eingöngu fjögur skot í leiknum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2