fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimFréttirFH Íslandsmeistari í handbolta í 17. sinn

FH Íslandsmeistari í handbolta í 17. sinn

FH-ingar unnu í kvöld nokkuð öruggan sigur á Aftureldingu í fjórðu viðureign liðanna í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla, og þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrir leikinn hafði FH unnið tvo leiki en Afturelding einn en leikir liðanna höfðu verið afar spennandi og þriðji leikurinn var háspennuleikur þar sem FH skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins eftir að Afturelding hafði verið yfir stóran hluta leiksins.

Í kvöld voru FH-ingarnar yfir nær allan leikinn þó Afturelding hafi aldrei gefist upp. Leiddi FH með tveimur mörkum í hálfleik en náðu svo mest 5 marka forystu í seinni hálfleik.

Íslandsmeistarar FH í handbolta karla 2024. – Ljósm.: J.L.Long

FH sigraði svo nokkuð örugglega 31-27 og viðureignina 3-1 og eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2011 og í 17. sinn alls.

Ásbjörn Friðriksson fagnar í annað sinn. – Ljósm.: J.L.Long

Markahæstir FH-inga voru Ásbjörn Friðriksson og Jóhannes Berg Andrason með 7 mörk hvor og Aron Pálmason og Birgir Már Birgisson voru næstir með 5 mörk hvor.

Daníel Freyr Andrésson varði 16 skot og var geysilega öflugur í síðari hálfleik.

Aron Pálmarsson, leikmaður FH, var af HSÍ valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar karla.

Aron Pálmason. Ljósm.: HSÍ

Var gleði FH-inga mikil er þeir fengu bikarinn afhentan.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2