Sunnudagur, ágúst 17, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirGuðrún Brá Íslandsmeistari í golfi í fjórða sinn

Guðrún Brá Íslandsmeistari í golfi í fjórða sinn

Íslandsmótinu í golfi lauk í gær á Hvaleyrarvelli, heimavelli Golfklúbbsins Keilis, við glæsilegar aðstæður  en mótið var dagana 7.-10. ágúst.

Er þetta í sjötti sinn sem mótið er haldið á Hvaleyrarvelli.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð Íslandsmeistari kvenna eftir umspil við Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG. Hulda Clara hafði leitt með 5 höggum fyrir lokadaginn en Guðrún jafnaði strax eftir þrjár holur og enduðu þær jafnar. Í umspilinu sýndi Guðrún Brá sinn styrk og sigraði örugglega.

Var þetta fjórði Íslandsmeistaratitill Guðrúnar Brá.

Verðlaunahafar karla. – Ljósm.: Golfsamband Íslands.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR varð Íslandsmeistari karla í fyrsta sinn en heimamaðurinn Axel Bóasson varð annar en þeir Axel og Dagbjartur skiptust á að vera í forystu allt mótið.

Mikil spenna var líka í karlaflokki. Úrslitin réðust á lokaholunni.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. – Ljósm.: Golfsamband Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2