fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarFreyja Nótt setti glæsileg aldursflokkamet

Freyja Nótt setti glæsileg aldursflokkamet

Freyja Nótt Andradóttir, 12 ára frjálsíþróttakona úr FH setti á laugardaginn glæsilegt aldursflokkamet í 60 metra hlaupi á Gaflaranum, frjálsíþróttakeppni í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.

Hún hljóp 60 metrana á 7,73 sekúndum og bætti aldursflokkametin sín í 12 og 13 ára flokki um 27 sekúndubrot. Hún bætti einnig aldusflokkamet í 14 ára flokki sem var 7,90 sek. en Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti það árið 2005.

Alls voru 196 keppendur skráðir frá 13 félögum, þar af 112 úr FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2