Freyja Nótt setti glæsileg aldursflokkamet

Freyja Nótt Andradóttir. - Ljósm. af vef fri.is

Freyja Nótt Andradóttir, 12 ára frjálsíþróttakona úr FH setti á laugardaginn glæsilegt aldursflokkamet í 60 metra hlaupi á Gaflaranum, frjálsíþróttakeppni í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.

Hún hljóp 60 metrana á 7,73 sekúndum og bætti aldursflokkametin sín í 12 og 13 ára flokki um 27 sekúndubrot. Hún bætti einnig aldusflokkamet í 14 ára flokki sem var 7,90 sek. en Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti það árið 2005.

Alls voru 196 keppendur skráðir frá 13 félögum, þar af 112 úr FH.

Ummæli

Ummæli