fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimÍþróttirFótboltiÞvílík endurkoma Hauka í sigri gegn toppliði Keflavíkur

Þvílík endurkoma Hauka í sigri gegn toppliði Keflavíkur

Haukar mættu toppliði Keflavík á Ásvöllum í kvöld.

Keflavík byrjaði af krafti og kom strax almennilegt færi á fyrstu mínútunni en Jeppe Hansen skaut framhjá. Gestirnir fengu tvær hornspyrnur í röð og í þeirri seinna fór boltinn inn eftir snertingu hjá Davíði Sigurðssyni.

Hart var barist í leiknum

Þjálfari Hauka, Stefán Gíslason varð alveg brjálaður að fá ekki víti á 27. mínútu er Haukur Ásberg Hilmarsson komst í gegnum vörn Keflvíkinga og felldur niður en dómarinn dæmdi ekkert.

Heppnin var ekki með Davíði Sigurðssyni, strax í fyrri hálfleik skorar hann sjálfsmark og strax í seinni hálfleik fær hann boltann í hendina sína og dæmt var víti. Jeppe Hansen fór á punktinn fyrir Keflavík og kom þeim í 2:0.

Eftir seinna mark Keflavíkur skiptu Haukar um gír. Þeir skoruðu fyrsta markið á 54. mínútu er Harrison Hanley skoraði eftir sendingu frá Daníel Snorri Guðlaugssyni. Það var ekki aftur horfið og bættu Haukamenn þremur mörkum við. Þessi þrjú mörk skoruðu þeir Björgvin Stefánsson og Aron Jóhannsson en Björgvin skoraðo tvö.

Haukar eru með 30 stig í fjórða sæti jafnmörg og Fylkir sem eru í þriðja sæti með betri markatölu og leik til góða á morgun. Keflavík er enn í fyrsta sæti með 34 stig og er því enn líf í toppbaráttunni.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2