Stórsigur Hauka á Leikni F.

Björgvin Stefánsson skoraði þrjú mörk.

Frá leik Hauka í fyrra

Haukar fóru upp í 6. sæti fyrstu deildar karla í knattspyrnu eftir sigur gegn Leikni F. í dag. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir einungis 22 sekúndur og sýndu að þeir væru betra liðið í dag. Haukar unnu Leikni 5-0.

Björgvin Stefánsson átti stórleik, hann skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu, hann skoraði fyrsta markið eftir að Haukur Ásberg fór upp vinstri kantinn og gaf fyrir til Björgvins og Robert markmaður Leiknis missti af boltanum og Björgvin skoraði í autt markið.

Hin tvö mörk Hauka skoruðu Arnar Aðalgeirsson og Haukur Ásberg Hilmarsson.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here