fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimÍþróttirFótboltiMarkaleikur á Ásvöllum

Markaleikur á Ásvöllum

Bráðfjörugur fyrri hálfleikur

Haukar mættu Leikni Reykjavík nú í 1. deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Fyrri leikur liðanna í deildinni endaði með 0:0 jafntefli.

Leikurinn byrjaði af krafti og skoruðu Haukar strax á 10. mínútu. Haukur Ásberg Hilmarsson sendi boltann til Björgvins Stefánssonar sem skoraði auðveldlega sitt 13. mark í deildinni í ár.

Það tók Leiknismenn sjö mínútur að jafna. Aron Daníelsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Páli Jónssyni.

Haukar komust aftur yfir á 32. mínútu er Haukur Ásberg sendi boltann til Arnars Aðalgeirssonar sem skaut boltanum vinstra meginn inn í markið. Arnar var svo aftur á ferð á 45. mínútu og skoraði þriðja mark Hauka og annað mark sitt.

Staðan í hálfleik var 3:1

Seinni hálfleikur byrjaði

Björgvin Páll skoraði sitt annað mark á 67 mínútu er hann fékk boltann frá Hauki Ásberg, þriðja stoðsending Hauks.

Haukur Ásberg var aftur á ferð á 72 mínútu en nú var það hann sjálfur sem skoraði. Haukur fékk boltann rétt fyrir framan miðju, hljóp upp kantinn og leitaði að manni til að gefa til en ákvað sjálfur að vaða og skaut í gegnum klof markmanns Leiknis.

Anton Freyr minnkaði muninn fyrir Leikni á 82. mínútu, komst einn gegn markmanni og skoraði. Leiknismenn fengu síðan annað tækifæri til að minnka muninn á 84. Mínútu en Terrance William Dieterich varði i tvígang.

Anton Freyr minnkaði niður í 2 mörk í uppbótartíma með frábæru skoti upp í efra hægra hornið.

Leiknum lauk 5:3.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2