Kristján Flóki Finnbogason á leið til norska félagsins IK Start.

Kristján Flóki Finnbogason

Norska félagið IK Start gerði samning við Kristján Flóka til þriggja og hálfs árs.

Kristján Flóki er 22 ára framherji og hefur í Úrvalsdeildinni í ár skorað 8 mörk eða tæplega þriðjung marka FH. Hann hefur spilað 67 leiki með FH og skorað í þeim 20 mörk.

„Þetta er leikmaður sem mikill áhugi hefur verið fyrir í Skandinavíu,” segir Tor Kristian Karlsen íþróttastjóri í Start. „Margir hafa reynt að fá hann og við erum stolt af því að Flóki velur að semja við okkur.”

IK Start var stofnað 1905 og er staðsett í Kristiansand. Félagið leikur í 1. deild sem er næst efsta deildin. Það situr nú í 2. sæti með 37 stig, 11 stigum á eftir toppliði Bodø/Glimt en á einn leik til góða.

Kristján Flóki leikur ekki gegn Braga með FH á morgun.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here