fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimÍþróttirFótboltiKnattspyrnuvertíðin að hefjast

Knattspyrnuvertíðin að hefjast

Karla- og kvennalið FH leika í úrvalsdeild

Nú fer fótboltinn að hefjast þetta árið og leika tvö hafnfirsk lið í úrvalsdeild en það eru karla- og kvennalið FH.

Karlalið FH endaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra, 15 stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals á meðan kvennalið FH endaði í sjötta sæti deildarinnar.

Kvennalið Hauka leikur nú í 1. deild eftir að hafa endað í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra. Karlalið Hauka leikur aftur í 1. deild en liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar.

Fyrstu leikirnir

Karlalið FH mætir Grindavík á Grindarvíkurvelli á laugardaginn kl. 14:00.

Kvennalið FH mætir HK/Víkingi í Kórnum föstudaginn 4. maí kl. 19:15.

Karlalið Hauka mætir Þrótti R. í Laugardalnum laugardaginn 6. maí kl. 14:00.

Kvennalið Hauka mætir ÍA á Ásvöllum föstudaginn 11. maí kl. 19:15.

Leiki og úrslit í deildunum má finna hér, úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna, 1. deild karla, 1. deild kvenna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2