Íslandsmeistari í 2. flokki í knattspyrnu

FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þegar einn leikur er eftir

Íslandsmeistarar FH í 2. flokki karla í knattspyrnu. Mynd: FHingar

FH varð 5. október sl. Íslandsmeistari í 2. flokki karla eftir 4-1 sigur á liði Hauka/KÁ.

Liðið hefur sjö stiga forskot á næsta lið, Breiðablik/Augnablik/Smára, þegar FH á eftir að leika einn leik gegn Þrótti/SR en Breiðablik/Augnablik/Smári á eftir að leika tvo leiki en geta ekki náð FH að stigum.

Alls leika 10 lið í A deild 2. flokks karla en aðeins topplið FH og botnlið Víkings R. leika eingöngu undir eigin merkjum.

Haukar/KÁ er í næst neðsta sæti með 9 stig og á liðið einn leik eftir.

Öllum leikjum sem leika átti frá 7. október hefur verið frestað.

Strákarnir hafa spilað mjög vel í sumar undir stjórn þeirra Sam Tillen og Davíðs Ólafssonar.

Af FHingar

Ummæli

Ummæli