Haukar í 5. sæti í 2. deildinni – Heimaleikur á morgun

Mynd úr safni

Eftir mjög góða byrjun er karlalið Hauka í 5. sæti í 2. deildinni í knattspyrnu eftir 11 umferðir. Var liðið á toppnum eftir 8 umferðir.

Kórdrengir eru á toppnum með 26 stig en stutt er á milli næstu fimm liða. Fjarðarbyggð er í 4. sæti með 21 stig eins og Haukar og Selfoss er í 3. sæti með 22 stig.

Tómas Leó Ásgeirsson er markahæstur hjá Haukum með 6 mörk en aðeins tveir hafa skorað fleiri mörk í deildinni, en þeir hafa skorað 7 mörk hvor.

Næsti leikur Hauka er við Þrótt V. á Ásvöllum kl. 19.15 á föstudaginn en Þróttur er í 2. sæti með 22 stig.

Ummæli

Ummæli