fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÍþróttirFótboltiHaukar hafa ekki tapað á heimavelli í ár

Haukar hafa ekki tapað á heimavelli í ár

Sigruðu Selfoss 2-1 á´Ásvöllum í kvöld

Haukar og Selfoss mættust í 11. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn var Selfoss í fimmta sæti með 15 stig tveimur stigum fyrir ofan Hauka sem voru í sjöunda sæti.

Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu er Þórhallur Kári Knútsson sendi boltann á  Daníels Snorra Guðlaugssonar sem skallaði honum í markið.

Trausti markvörður Hauka þurfti að fara útaf á börum eftir útspark snemma í leiknum og Árni Ásbjörnsson kom í hans stað og varði oft meistaralega.

Staðan í hálfleik var 1:0 en Selfyssingar voru sókndjarfari í upphafi síðari hálfleiks.  Það var þó Daníel Snorri sem jók forskot Hauka er hann skoraði sitt annað mark eftir að hafa fengið frákastið úr sínu eigin skoti.

Selfyssingar skoruðu nokkrum mínútum eftir seinna mark Hauka þegar James Mack skallaði boltanum inn eftir hornspyrnu Þorsteins Daníels. Færin voru fjölmörg í seinni hálfleik hjá báðum liðum en fleiri urðu mörkin ekki.

Þetta var þriðji sigur í röð á heimavelli Hauka. Haukar eru nú í fimmta sæti með 16 stig níu stigum á eftir toppliði Fylkis.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2