fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

FH tapaði fyrir Dunajska Streda

Karlalið FH í knattspyrnu mætti slóvenska liðinu DAC 1904 Dunajska Streda í undankeppni Evrópukeppni UEFA í Kalpakrika í dag.

Andrija Balic skoraði fyrir Dunajska Streda á 23. mínútu en liðið hafði verið mun meira með boltann. FH átti einnig ágæta spretti en náðu þó aldrei að skapa mikla hættu við mark andstæðinganna. Staðan var því 1-0 fyrir Dunajska Streda og róðurinn erfiður fyrir FH.

Slóvenska liðið bætti svo öðru marki við á 76. mínútu er Eric Ramirez skoraði mark eftir að Gunnar hafði varið markskot en boltinn fór út fyrir miðju marki.

Leiknum lauk svo með tveggja marka sanngjörnum sigri Dunajska Streda og FH situr eftir með sárt enni og verða af háum fjárhæðum.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar