Vélarvana trillu bjargað frá strandi undan Herjólfsgötu

Var vélarvana og tekinn í tog skammt undan Herjólfsgötu

Dráttartaun kom um borð í Sigrúnu Ástu

Trillan Sigrún Ásta HF 6 með tvo menn innanborðs varð vélarvana í gær skammt utan Hafnarfjarðarhafnar. Hafnsögubáturinn Þróttur kom skipverjum til aðstoðar og kom taug um borð í bátinn þegar hann var skammt undan fjörunni við Herjólfsgötu.

Var siglt með trilluna að bryggju í Hafnarfirði.

Þróttur kemur að trillunni.
Þróttur kemur að trillunni.
Trillan var ekki langt frá landi.
Trillan var ekki langt frá landi.

Myndir úr myndbandi sem Jóhann Davíðsson tók.

Ummæli

Ummæli