fbpx
Fimmtudagur, apríl 25, 2024
HeimFréttirÞau eru tilefnd til íþróttamanna Hafnarfjarðar - Horfðu á útsendinguna hér

Þau eru tilefnd til íþróttamanna Hafnarfjarðar – Horfðu á útsendinguna hér

Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar verða útnefnd á rafrænni hátíð kl. 18

Svipað og á síðasta ári verður íþróttahátíð Hafnarfjarðarbæjar á vefnum en ekki stór og mikil verðlaunahátíð eins og áður.

Útsendingin hefst kl. 18 og horfa má á hana hér

Þau eru tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar

  • Annika Fríðheim Petersen, Haukar – handknattleikur
  • Anton Sveinn McKee, SH – sund
  • Arnar Elí Gunnarsson, AÍH – akstursíþróttir
  • Daníel Ísak Steinarsson, Keilir – golf
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður – sund
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir – golf
  • Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk – fimleikar
  • Hilmar Örn Jónsson, FH – frjálsíþróttir
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH – sund
  • Leo Anthony Speight, Björk – taekwondo
  • Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar – körfuknattleikur
  • Magnús Gauti Úlfarsson, BH – borðtennis
  • Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk – fimleikar
  • María Rún Gunnlaugsdóttir, FH – frjálsíþróttir
  • Nicoló Barbizi, DÍH – dans
  • Róbert Ingi Huldarsson BH – badminton
  • Róbert Ísak Jónsson, Fjörður – sund
  • Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH – dans
  • Tjörvi Þorgeirsson, Haukar – handknattleikur
  • Una Hrund Örvar BH – badminton

Aðeins íþróttafólk í hafnfirskum íþróttaliðum innan ÍBH eiga möguleika á útnefningu og þurfa ekki að búa í Hafnarfirði.

Tilnefningar til íþróttaliðs ársins

  • Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum, FH
  • Kvennalið í áhaldafimleikum, Björk
  • Meistaraflokkur karla handknattleik, Haukar
  • Meistaraflokkur kvenna körfuknattleik, Haukar

Þá veitir Hafnarfjarðarbær viðurkenningar til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum sem verða Íslandsmeistarar, bikarmeistarar liða, Norðurlandameistara, heimsmeistara og fyrir sérstök afrek.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2