fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFréttirSkólamálNýtt skólaár hefst með hinsegin fræðslu

Nýtt skólaár hefst með hinsegin fræðslu

Kennarar fræddir um kynheigð, kynvitund og kyneinkenni

Hinsegin fræðsla hófst á skipulagsdögum í grunnskólum Hafnarfjarðar í vikunni og mun fræðsla til kennara dreifast jafnt yfir skólaárið 2016-2017. Fræðsluþáttur til starfsfólks skiptist í þrjá hluta, fræðslu um kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Áhersla er lögð á að fræðslan auki þekkingu kennara, styðji þá í menntunarhlutverki sínu og því að takast á við margvíslegar aðstæður í skólastarfi sem snúa m.a. að fordómum gegn hinsegin fólki. Stefnt er að því að árlega fái nýtt starfsfólk grunnskóla umrædda fræðslu en samið var við Samtökin ’78 um að sinna fræðslunni. Þá munu samtökin vera til ráðgjafar fyrir bæjaryfirvöld varðandi námskrárgerð sem tengist málefnum hinsegin fólks og þætti þeirra innan námssviðs samfélagsgreina í grunnskólunum. Bein fræðsla til nemenda nær svo til 8. bekkja grunnskóla Hafnarfjarðar.

Jafnframt hefur Hafnarfjarðarbær samið við samtökin að veita hafnfirskum ungmennum, sem þess óska, ókeypis ráðgjöf og stuðning í því að skilja eigin kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni.

úr fréttatilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2