fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálOpnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í fyrsta áfanga Áslands 4

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í fyrsta áfanga Áslands 4

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í fyrsta áfanga Áslands 4, en það er sá hluti sem er næst Kaldárselsvegi og Áslandi 3. Úthlutað verður 65 einbýlishúsalóðum og 12 raðhúsalóðum.

Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.

Ásland 4. Skarðshlíðin til vinstri og glittir í hús í Áslandi 3 efst til hægri.

Áhersla á lágreist sérbýli og lítil fjölbýlishús

Við skipulag og hönnun á hverfi var rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Byggðin mun samanstanda af lágreistum sérbýlisíbúðum; einbýlum, par- og raðhúsum auk lítilla fjölbýlishúsa með sérinngöngum og óverulegri sameign. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulags svæðisins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.

65 lóðir fyrir einbýli og 12 lóðir fyrir raðhús

Hluti af 1. áfanga Áslands 4 verður á svæðinu vinstra megin við Ásvallabrautina

Í þessum fyrsta áfanga eru lausar til úthlutunar 65 lóðir fyrir einbýli og 12 raðhúsalóðir með 3-5 íbúðum.

25 einbýlanna eru á einni hæð og 40 þeirra tveimur hæðum.

Full byggt mun hverfið hýsa um 550 íbúðir auk þess sem gert er ráð fyrir 3-4 deilda leikskóla. Áætlaður íbúafjöldi verður um 1.400.

1. áfangi Áslands 4

Einstaklingar hafa forgang í úthlutun einbýlishúsalóða og einungis lögaðilar geta sótt um raðhúsalóðirnar.

Lóðarverð endurspeglar hámarks byggingarmagn á lóð. Verð fyrir einbýlishúsalóðir er frá um 21–37 milljónum króna. Verð fyrir raðhúsalóðir er frá um 58–95 milljónum króna.

Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun 1. áfanga Áslands 4 er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember. Hraði úrvinnslu umsókna ræðst á fjölda umsókna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2