fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirSigríður bæjarlögmaður skipuð sýslumaður á Höfuðborgarsvæðinu

Sigríður bæjarlögmaður skipuð sýslumaður á Höfuðborgarsvæðinu

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar sl.

Sigríður Kristinsdóttir

Sigríður, sem er Hafnfirðingur, varð bæjarlögmaður Hafnarfjarðar 2015 og frá 2016 hefur hún jafnframt gegnt starfi sviðstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og verið staðgengill bæjarstjóra.

Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1989 og hefur frá útskrift sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og á einkamarkaði.

Auglýst hefur verð eftir nýjum sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2