fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirRauð jól í Hafnarfirði - Haukar sigruðu með einu marki

Rauð jól í Hafnarfirði – Haukar sigruðu með einu marki

FH - Haukar: 29-30

Ψ1.750 áhorfendur fylgdust með leik FH og Hauka í handknattleik karla í Kaplakrika í gærkvöldi. Eru það 830 fleiri en sáu FH sigra Hauka 28-24 á Ásvöllum í fyrri leik liðanna í október.

Leikurinn var eins og leikur Hafnarfjarðarliðanna á að vera og er svo oft, bráð spennandi og skemmtilegur. FH-ingar byrjuðu betur og voru yfir í hálfleik 15-13 en Haukar voru aldrei langt undan. Fljótlega í seinni hálfleik náðu Haukar að jafna í 18-18 og komust svo yfir í stöðunni 21-20. Náðu Haukarnir mest 4 marka forskoti 25-21 þegar 13 mínútur voru eftir en þá tóku FH-ingar við sér og minnkuðu muninn í tvö mörk en Haukar náðu 4 marka forskoti á ný þegar 6 mínútur voru eftir. Þá tók við góður leikkafli hjá FH sem komst yfir 29-28 þegar tvær mínútur voru eftir en Haukar jöfnuðu og komust yfir 30-29 á lokamínútunni. FH tók leikhlé þegar 28 sekúndur voru eftir og reyndu svo allt sem þeir gátu til að jafna leikinn. En Giederius Morkunas sem varði 12 skot í marki Hauka, jafn mörg og Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH, varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr horninu og Haukar fögnuðu sigrinum ákaft.

Leiknum lauk með 30-29 sigri Hauka

Skemmtilegum og spennandi leik var lokið og það geta orðið rauð jóla í tvöföldum skilningi í Hafnarfirði í ár.

Janus Daði Smárason skoraði flest mörk Hauka, 6 og Daníel Þór Ingason, Guðmundur Árni Ólafsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu 5 mörk hver. Sem fyrr segir varði Giedrius 12 skot og Grétar Ari Guðjónsson 2 skot í marki Hauka.

Hjá FH skoraði Einar Rafn Eiðsson 9 mörk, Ásbjörn Friðriksson 6 og Árnar Freyr Ársælsson og Óðinn Þór Ríkharðsson 4 mörk hvor. Sem fyrr segir varði Ágúst Elí 12 skot og Birkir Fannar Bragason varði 5 skot í marki FH.

(Tölfræðin er skv. uppl. mbl.is)

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2