Bærinn vill eiga 100% í íþróttamannvirkjum sem byggð verða

Bæjarstjórn samþykkti þetta á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku

Nýja körfuboltahús Hauka verður líkalega fyrsta húsið sem byggt er og verður strax í 100% eigu Hafnarfjarðarbæjar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. maí sl. að gengið verði út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð verða með þátttöku sveitarfélagins í framtíðinni.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar sem ekki var birt fyrr en í dag og tæknilegum örðugleikum kennt um.

Í greinargerð með tillögunni segir að markmið tillögunnar sé að gera eignarhald íþróttamannvirkja sem byggð verða í Hafnarfirði í framtíðinni skýrara og gegnsærra. Nú þegar hafa einstök íþróttamannvirki verið byggð að fullu leyti af hálfu bæjarins en önnur samkvæmt 80-20 eða 90-10 reglunum. Það hafi skapað ójafnræði milli félaga og/eða deilda innan íþróttahreyfingarinnar og að oft og tíðum sé eignarhaldið óskýrt.

Tillagan snýr einungis að framtíðaruppbyggingu þar sem bærinn kemur að málum. Fram kemur að brýnt sé að viðræður við íþróttafélögin, og vinna við eignaskiptasamninga er lúta að eldri mannvirkjum, haldi áfram.

Bæjarstjórn samþykkti tillögun með 10 atkvæðum af 11 en Ólafur Ingi Tómasson (D) sat hjá.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here