fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirNÝ FRÉTT - Árshátíð bæjarstarfsmanna frestað

NÝ FRÉTT – Árshátíð bæjarstarfsmanna frestað

Nú rétt fyrir kl. ellefu í morgun sendi bæjarstjóri póst á alla starfsmenn bæjarins og tilkynnti þeim að ákvörðun hafi verið tekin um að fresta árshátíð starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar sem halda átti á Ásvöllum í kvöld.

Hafði sú ákvörðun að halda þessa stóru árshátíð vakið undrun og reiði margra á sama tíma og fyrirtæki og stofnanir hafi tekið ákvarðanir um aflýsingu á viðburðum í varúðarskyni.

Kæra samstarfsfólk.
Eftir fund með almannavörnum í morgunsárið hefur verið tekin ákvörðun um að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar.
Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) m.a. í kjölfar þess að fyrstu smit innanlands voru staðfest í gær.
Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum. Þetta á einnig við um starfsfólk sem sinnir lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á öllum stigum almannavarnaástands, ekki síst neyðarstigi. Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss.
Í ljósi þessa munum við meta stöðuna á næstu vikum m.a. með nýja dagsetningu árshátíðar í huga.

Með góðri kveðju,
Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri

Árshátíð starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar í skugga verksfallsboðunar og neyðarstigs almannavarna

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2