fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirNíu félagsmiðstöðvar við grunnskólana í Hafnarfirði

Níu félagsmiðstöðvar við grunnskólana í Hafnarfirði

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan stendur nú yfir

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg dagana 15.-19. nóvember. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni með hvatningu um að sem flestir; foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur, kynni sér starfsemi stöðvanna í sínu hverfi.

Starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í eðli sínu forvarnastarf og hefur starfsfólk félagsmiðstöðvanna lagt ríka áherslu á að skapa einstaka menningu og umhverfi með sínum börnum og ungmennum.

Frá söngkeppni grunnskólanna

Vegna hertra samkomutakmarkana verður ekki hægt að bjóða foreldrum, forráðamönnum og öðrum áhugasömum í heimsókn eins og venjan er. Vakin verður athygli á starfinu m.a. með því að félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði leyfa ungmennum að taka yfir samfélagsmiðla í sinni félagsmiðstöð og kynna starfsemina þar ásamt því að senda kynningarpósta- og/eða video frá félagsmiðstöðinni til foreldra og forráðamanna.

Félagsmiðstöðvar við alla hafnfirska grunnskóla

Frá grunnskólahátíð

Félagsmiðstöð er starfrækt í öllum hverfum við alla níu grunnskóla sveitarfélagsins. Félagsmiðstöðin Dalurinn við Engidalsskóla er nýjasta viðbótin og þjónustar hún börn á miðstigi. Frístundaklúbbarnir Kletturinn og Vinaskjól í Húsinu Suðurgötu 14 bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun. Sjá má yfirlit yfir félagsmiðstöðvarnar hér.

Í Hafnarfirði eru einnig starfrækt tvö ungmennahús  annarsvegar Hamarinn á Suðurgötu með starfsemi fyrir 16 – 25 ára og hinsvegar Músík og Mótor á Dalshrauni með starfsemi fyrir 13 – 25 ára.

Ungmennahúsið Hamarinn fékk hvatningaverðlaun Samfés fyrr á árinu.

Það eru 126 félagsmiðstöðvar skráðar sem aðildarfélög Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á landsvísu og 11 ungmennahús.

Skilgreining Samfés á félagsmiðstöð: Félagsmiðstöð, eins og við þekkjum hana í dag, er afdrep þar sem unglingar á aldrinum 13-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Hlutverk félagsmiðstöðva er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2