Hlauparar söfnuðu 241 þúsund fyrir stuðningsfélagið Kraft

Hlauparar víðs vegar að tóku þátt í Bleika hlaupinu og styrktu gott málefni

Hörður J. Halldórsson, formaður Hlaupahóps FH afhendir Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra stuðningsfélagsins Krafts, ávísun að upphæð 240.852 kr.

Hlaupahópur FH stendur árlega fyrir Bleika hlaupinu þar sem hlauparar skreyta sig í bleiku og hlaupa til góðs og þiggja góðar veitingar í lokin.

Frá Bleika hlaupinu. Ljósm.: Valgerður Rúnarsdóttir

Hlauparar koma víða að frá öðrum hlaupahópum til að taka þátt í hlaupinu og í ár söfnuðust 240.852 kr.

Ákveðið var að færa stuðningsfélaginu Krafti styrkinn en félagið hefur að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts þakkaði fyrir höfðinglega gjöf.

Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum. Sjá nánar um Kraft hér.

Félagar í Skokk­hópi Hauka styrktu söfnunina en flestir félaga þeirra voru á sama tíma að hlaupa erlendis og komust ekki með.

Félagar í Hlaupahópi FH undirbúa hlaupið og söfnunina og bjóða þátttakendum upp á glæsilegt hlaðborð í lok hlaups. Þá hefur Stafræna prentsmiðjan gefið prentun á auglýsingunni.

Styrkurinn var afhentur í upphafi æfingar í Kaplakrika

Var styrkurinn afhentur í upphafi hlaupaæfingar í Kaplakrika sl. þriðjudag.

Hlaupahópur FH var stofnaður í febrúar 2010 og eru æfingar fjórum sinnum í viku. Félagar eru um 150 á öllum aldri og hleypur sér til gamans, heilsubótar auk þess að taka þátt í keppnishlaupum af ýmsum gerðum og lengdum.

Vefsíða Hlaupahóps FH

Hlaupahópur FH á Facebook