fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífFékk Léonie Sonning verðlaun fyrir tónsmíðar

Fékk Léonie Sonning verðlaun fyrir tónsmíðar

Lék knattspyrnu með FH en er nú eftirsóttur kontrabassaleikari

Bára Gísladóttir, 28 ára Hafnfirðingur, fékk á mánudaginn Léonie Sonning tónlistarverðlaunin, virt dönsk verðlaun sem árlega er veitt erlendum tónlistarmönnun en Bára fékk, ásamt níu öðrum upprennandi tónlistarmönnum verðlaunin í flokki sem kallast „Talentpris“. Fékk hún verðlaunin sem tónskáld.

Bára Gísladóttir

Bára er kontrabassaleikari sem hún hóf að spila á 17 ára þegar hún var í skiptinámi í Nýja Sjálandi en þá vantaði kontrabassaleikara í skólahljómsveitina. Segir hún það hafa verið sérstaka tilfinningu að finna rétta hljóðfærið. Hún hafði lært á fiðlu frá 5 ára aldri þegar hún bjó þar með foreldrum sínum Gísla Jónssyni hjartalækni og Brynhildi Auðbjargardóttur tónlistarkennara og kórstjóra. Hún hélt því námi áfram þegar fjölskyldan flutti aftur til Hafnarfjarðar. Við heimkomuna hóf hún að spila knattspyrnu með FH og fótboltinn átti hug hennar allan enda var hún fljótt farin að spila með meistaraflokki.

Eftir hlé frá tónlistinni fór hún í einkatíma í kontrabassaleik og útskrifaðist síðan frá Listaháskólanum með bakkalárgráðu í tónsmíðum. Þaðan hélt hún í meistaranám í tónsmíðum í Mílanó en lauk því námi við Konunglega tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem hún er nú við sólóistanám.

„Ég er mjög ánægð með bakgrunn minn í tónlistarlífinu á Íslandi. Það getur verið nokkuð frjálslegra en tónlistarlífið sem ég hef upplifað annars staðar. Það einkennist af því að maður getur prófað margt,“ segir Bára sem býr í Kaupmannahöfn vegna náms auk þess sem það er hentugur staður þegar ferðast er víða um heiminn í hin ýmsu tónlistarverkefni en Bára kemur víða fram sem kontrabassaleikari.

Bára ætlar að nota verðlaunin, 60 þúsund danskar krónur til að auka þekkingu sína og færni í tónsmíðum. Stefnir hún á að fara í einkatíma hjá ítalska tónskáldinu og prófessornum Gabriela Manca í Mílanó auk þess sem hún ætlar í námsferðir með Loadbank og TAK Ensemble í New Yourk, RIot Ensemble í Reykjavík og Amsterdam og kammerhópnum Nordic Affect í Reykjavík og í Skálholti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2