fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífÁtakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun

Átakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun

Átakið Hjólað í vinnuna hófst í dag og stendur yfir til 26. maí nk.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefsíðu Hjólað í vinnuna.

Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á verkefninu stendur. Vonast er til þess að svo verði í ár líka þrátt fyrir fordæmalausa tíma. Þegar hafa 38 vinnustaðir í Hafnarfirði skráð sig í keppnina.

Þeir sem vinna heima þurfa líka að hreyfa sig

Um þessar mundir vinna margir heiman frá sér en það er samt sem áður ekkert því til fyrirstöðu að taka þátt. Útfærslan er einföld. Þú gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd er samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu að heiman.

Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inn á vef Hjólað í vinnuna en ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband beint við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is,

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2