Ljósmynd dagsins – Fjárbúskapur

Margt hefur breyst í Hafnarfirði

Þær viku fyrir byggð í Mosahlíðinni.

Allt fram yfir miðja síðustu öld gekk fé laust víða um bæjarlandið og ósjaldan komust kindur í kálgarða bæjarbúa. Nú fær fé hvergi að ganga laust á Reykjanesskaganum nema innan girðinga. Trjágróður og annar gróður hefur notið góðs af en einnig lúpínan og kerfillinn. Kannski það væri þjóðráð að hleypa fé á lúpínubreiður þar sem þær vaxa til óþurftar.

Þessi mynd er tekin í lok síðustu aldar, Setbergskóli er nýbyggður og Mosahlíðin hefur ekki byggst upp. Aðeins eitt fjárhús og hlaða stendur eftir en það mun að öllum líkindum víkja fyrir nýrri Ásvallabraut ef marka má nýjustu tillögur.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here