fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirKepptu á sínu fyrsta móti hjá Karatesambandinu

Kepptu á sínu fyrsta móti hjá Karatesambandinu

Fyrsta Grand Prix mót Karatesambands Íslands var haldið sl. laugardag en mótið er hluti af bikarmótaröð 12 til 17 ára unglinga.

Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig afar vel en þeir voru allir að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Bestum árangri Haukafólks náði Signý Ósk Sigurðardóttir í kumitekeppni 12 ára stúlkna, en hún endaði í 3. sæti í flokknum.

Febrúar er frír prufumánuður hjá Karatedeild Hauka í tilefni 30 ára afmælis deildarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2