fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimFréttirKarlar geta nú líka æft blak í Hafnarfirði

Karlar geta nú líka æft blak í Hafnarfirði

Blakdeild Hauka hefur sitt þriðja starfsár

Blakdeild Hauka er nú að hefja þriðja veturinn sinn. Hefur hópurinn stækkað ört og nú gefst karlmönnum (+18 ára) í fyrsta sinn tækifæri til að æfa blak í Hafnarfirði. Verður þetta þá fyrsti vetur Blakdeildar Hauka þar sem gefst tækifæri til þess að tefla fram karla og kvennaliði í blaki.

Enn er opið fyrir nýliða að skrá sig en í vetur verður Blakdeildin með tvö lið í Íslandsmóti Blaksamband Íslands, eitt í 5. deild og eitt lið í 7. deild.

Megin markmið stjórnarinnar þennan veturinn er að halda áfram að styrkja stoðir þessa mikilvæga vettvangs í Hafnarfirði með auknum tækifærum fyrir alla til þess að stunda blak. Fyrsta skrefið er að gefa konum og körlum tækifæri á að æfa og í framtíðinni er stefnt að því að börn og ungmenni fá tækifæri líka.

Æfingar grunnhóps byrjenda eru á föstudögum kl 16.30 í Víðistaðaskóla, þjálfari er Karl Sigurðsson, marg reyndur blakþjálfari og aðalþjálfari Blakdeildar Hauka.

Nánari upplýsingar má fá á Facebook síðunni Blakdeild Hauka og með því að senda fyrirspurn á blakhauka@gmail.com

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2