fbpx
Þriðjudagur, febrúar 27, 2024
HeimFréttirHaukar töpuðu fyrir Quintus í fyrri Evrópuleiknum

Haukar töpuðu fyrir Quintus í fyrri Evrópuleiknum

Quintus sigraði Hauka 29-26

Haukar léku fyrri leik sinn við Hollenska liðið Quintus á Ásvölum í dag í Evrópukeppni kvenna.

Þær hollensku höfðu frumkvæðið allan leikinn og voru yfir 14-11 í hálfleik. Þær fóru einnig vel af stað í síðari hálfleik en Haukar náðu að klóra í bakkann og voru minnst einu marki undir. En þegar um 19 mínútur voru eftir misstu þrjá leikmenn af velli á um mínútu. Það hafði þó ekki teljandi áhrif en undir lok leiksins náðu þær hollensku aftur góðu forskoti og sigruðu 29-26.

Grift var markahæst í liði Quintus með 7 mörk

Ramune Pekarskyte var í sérflokki hjá Haukum og skoraði 12 mörk, flest í fyrri hálfleik.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð í marki Hauka og varði oft meistaralega en hún varði 14 skot.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot

Fámennt var á áhorfendapöllum en stemmningin góð enda leikurinn oft bráðskemmtilegur.

Síðari leikuinn verður á morgun sunnudag, á Ásvöllum kl. 18.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2