Haukar léku síðari leik sinn í annarri umferð Evrópukeppninnar í handknattleik í gær í Svíþjóð. Fyrri leiknum við Alingsås HK lauk með jafntefli eftir að Haukar höfðu náð miklu forskoti sem Svíarnir unnu upp í lok leiksins.
Alingsås var með frumkvæðið allan leikinn og sigruðu örugglega 31-27 og eru Haukar því úr leik eftir frækilega keppni.