fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHaukar sigruðu en komust ekki áfram

Haukar sigruðu en komust ekki áfram

Misstu af því á síðustu mínútu að komast í aðra umferð

Haukar voru grætilega nærri því að komast áfram í evrópukeppni kvenna í handknattleik í síðari leiknum við Quintus frá Hollandi í gær en Haukar töpuðu fyrri leiknum á laugardag með 3 mörkum 26-29.

Haukar byrjuðuvel og náðu meðst 4 marka forystu en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Quintus. Héldu stúlkurnar uppteknum hætti í síðari hálfleik og náðu meðst 6 marka forskoti. Undir lok leiksins náðu þær hollensku að bíta aðeins frá sér og minnkuðu muninn í 2 mörk sem urðu úrslit leiksins og draumur Hauka úti. Quintus vann viðureignina með aðeins einu marki 51-50.

Sem fyrr var Ramune Pegarskyte lang markahæst Hauka með 11 mörk og Cynthia Grift markahæst Quintus með 8 mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot í marki Hauka en Jesse van de Polder varði 12 skot í marki Quintus og Esther de Vos eitt.

Enn færri áhorfendur voru á leiknum en á laugardag sem er ansi dapurlegt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2