Haukar meistarar meistaranna í handbolta

Sigruðu Val 24-23 á Ásvöllum í gær

Meistarar meistaranna

Haukar og Valur léku í keppni meistaranna í gærkvöldi í handbolta karla á Ásvöllum. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en Valur bikarmeistarar.

Liðin mættust í Hafnarfjarðarmótinu um þarliðna helgi og þá sigruðu Haukar með 10 marka mun.

Í gærkvöldi höfðu Haukar yfirhöndina frá upphafi til enda og var staðan 11-9 í hálfleik. Fór svo að þeir sigruðu 24-23 og hampa nú titlinum Meistarar meistaranna.

Adam Haukar Baumruk var markahæstur Hauka með 6 mörk, Guðmundur Árni Ólafsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu 4 mörk hvor og fjórir aðrir Haukamenn skoruðu í leiknum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here