Haukar fá 207 cm háa örvhenta skyttu

Haukar styrkja karlalið sitt í handknattleik

Ivan Ivo­kovic, ásamt Gunn­ari Magnús­syni, þjálf­ara t.v. og Þor­geiri Har­alds­syni, for­manni hand­knatt­leiks­deild­ar Hauka. - Ljósm.: Haukar

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Ivan Ivokovic, 20 ára örvhenta skyttu frá Króatíu. Hann hefur spilað með unglingalandsliðum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu.

Ivan er fæddur árið 1996 og er 207 cm að hæð og 115 kg.

Samningurinn við Ivan Ivkovic er frá 1. febrúar 2017 til júní 2019.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here