Þetta er árlegt mót sem er liður í undirbúningi félaganna fyrir Íslandsmót karla og keppt er í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mjög góð stemning hefur myndast á pöllunum á Strandgötunni og hefur mótið ávallt verið vel sótt af áhorfendum en frítt er inn á alla leikina. Liðin sem keppa í ár eru FH, Haukar, UMFA og Valur en FH og Haukar standa sameiginlega að mótinu.
Sigurgeir Árni Ægisson, nýráðinn framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH segir að mótið í ár sé gríðarlega sterkt og góð prófraun fyrir FH-liðið sem hefur æft mjög vel undanfarnar vikur og undirbýr sig af krafti fyrir Íslandsmótið.
Gunnar Magnússon þjálfari Hauka segir Haukaliðið vel stemmt, það hafi æft gríðarlega vel enda ekki nemar tvær vikur í Evrópukeppni þar sem báðir leikir verða leiknir ytra. Hann segir nokkrar breytingar hafi orðið á liðinu, nokkrir eru hættir en nýir komið í staðinn og aðspurður telur hann liðið þéttara en í fyrra en vildi engu spá um árangur í mótinu. Meira væri lagt upp úr æfingunni en úrslitunum. Sagði hann liðin í mótinu mjög sterk í ár og alltaf væri gaman að leika gegn sterkum liðum.
Fimmtudaginn 18. ágúst | |
FH – UMFA | 35-31 (19-15) |
Haukar – Valur | 35-25 (16-11) |
Föstudaginn 19. ágúst | |
Haukar – UMFA | 32-29 (15-13) |
FH – Valur | 25-26 (13-11) |
Laugardaginn. 20 ágúst | |
UMFA – Valur | 32-24 (12-15) |
FH – HAUKAR | 31-22 (18-14) |
Leikirnir verða allir sýndir beint á sporttv.is