fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirGrétar Ari og Þóra Kristín eru íþróttafólk Hauka

Grétar Ari og Þóra Kristín eru íþróttafólk Hauka

Uppskeruhátíð Hauka var í dag

Þóra Kristín Jónsdóttir og Grétar Ari Guðjónsson voru í dag valin íþróttakona og íþróttakarl Hauka á uppskeruhátíð félagsins.

Þóra Kristín Jónsdóttir – Ljósmynd: Binni

Íþróttakona Hauka

Fimm konur voru tilnefndar til íþróttakonu Hauka, Sæunn Björnsdóttir knattspyrnukona, Hjördís Helga Ægisdóttir kumitekona, Sara Sif Gísladóttir handboltakona, Vilborg Þórsdóttir hlaupari auk Þóru Kristínar sem kjörin var íþróttakona Hauka.

Þóra Kristín Jónsdóttir hefur fest sig í sessi sem einn allra besti leikmaður Íslands í körfubolta. Þóra Kristín er, þrátt fyrir ungan aldur, fædd 1997, orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og byrjar alla leiki liðsins. Hún er fyrirliði meistaraflokka kvenna og fer fyrir liðinu innan vallar sem utan.

Grétar Ari Guðjónsson – Ljósmynd: Binni

Íþróttakarl Hauka

Fjórir karla voru tilnefndir til íþróttakarls Hauka; Birgir Magnús Birgisson knattspyrnumaður, Hjálmar Stefánsson körfuboltamaður og Rafn Ingólfsson hlaupari auk Grétars Ara sem kosinn var íþróttakarl Hauka.

Grétar Ari Guðjónsson handboltamarkvörður hefur leikið mjög vel á árinu. Hann átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér deildarmeistaratitil í vor. Hann hefur leikið mjög vel það sem af er þessu tímabili. Grétar Ari vann sér inn sæti í A-landslið karla á árinu og hefur verið í æfingahópi íslenska handknattleikslandsliðsins í öllum verkefnum þess á árinu.

Þjálfari ársins

Fimm þjálfarar voru tilnefndir til þjálfara ársins; Helga Helgadóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sameiginlega sem þjálfarar 3. fl. kvenna í knattspyrnu; Eva Ósk Gunnarsdóttir karateþjálfari; Marel Guðlaugsson þjálfari yngri flokka í körfubolta auk Gunnars Magnússona handboltaþjálfara sem kjörinn var þjálfari ársins hjá Haukum.

Gunnar Magnússon – Ljósmynd: Binni

Gunnar Magnússon hefur þjálfað meistaraflokkslið Hauka í handbolta frá árinu 2015 og hefur liðið verið í fremstu röð síðan og er sem stendur í efsta sæti úrvalsdeildar. Haukaliðið undir stjórn Gunnars sigraði í úrvalsdeildinni 2019 og lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sl. vor. Í dag er Haukaliðið í efsta sæti og hefur ekki tapað leik í deil eða bikar í haust og hefur leikið 23 leiki í deild og bikar á árinu og aðeins tapað einum leik.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2