FH komið á toppinn eftir sigur á Haukum í háspennuleik

Skýrist í Kaplakrika á þriðjudag hvort FH verði deildarmeistari

Ágúst Elí Björginsson

Þegar tvær umferðir voru eftir í deildarkeppninni í handbolta karla áttu aðeins FH, Haukar og ÍBV möguleika á deildarmeistaratitli. Því var sigur í kvöld gríðarlega mikilvægur.

FH byrjaði miklu betur og náði mest 6 marka forystu í miðjum fyrri hálfleik í stöðunni 4-10. Þá tóku Haukar við sér og minnkuðu muninn hægt og rólega. Komust þeir einu marki frá FH en í hálfleik var FH yfir 16-14.

Hart var barist en drengilega

Um miðjan seinni hálfleikinn náðu Haukar að jafna og komust svo yfir með einu marki og allt ætlaði um koll að keyra á Ásvöllum og áhangendur Hauka hoppuðu af gleði. Eftir það munaði aðeins einu marki á liðunum en þegar fjórar mínútur voru eftir komust FH-ingar yfir á ný og létu forystuna aldrei af hendi og þessum bráðskemmtilega leik lauk með tveggja marka sigri FH, 30-28.

Með sigrinum tyllti FH sér á topp deildarinnar þar sem ÍBV náði aðeins jafntefli við Akureyri. Þarf FH því aðeins eitt sig í leiknum gegn Selfoss í síðustu umferðinni til að hampa deildarmeistaratitlinum en vonir Hauka eru ekki miklar.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með 9 mörk, Einar Rafn Eiðsson skoraði 6 og Ágúst Birgisson skoraði 6.

Hjá Haukum var Ivan Ivkovic lang markahæstur með 10 mörk, Daníel Þór Ingason skoraði 4 og Hákon Daði Styrmisson skoraði 4.

Giedrius Morkunas var gríðarlega öflugur í marki Hauka, varði 16 skot en Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í marki FH og Birkir Fannar Bragason 3.

FH-ingar fengu aðeins eina brottvísun en Haukar fengu fjórar og þar af fékk Heimir Óli Heimisson rautt spjald þegar 7 mínútur voru eftir fyrir að fara í andlitið á Gísla.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var að sjáfsögðu á staðnum:

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here