fbpx
Mánudagur, mars 4, 2024
HeimFréttirFH fikrast nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu

FH fikrast nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu

Gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik

FH og Breiðablik léku í Kaplakrika í dag í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lítið var um góð færi framan af í leiknum en Breiðablik komst yfir með marki Árni Vil­hjálms­sonar á 32. mínútu eft­ir mis­tök í vörn FH. Var forysta Breiðabliks ekki verðskulduð enda hafði leikurinn farið fram að miklu leyti á vallarhelmingi FH.

Bjarni Þór Viðarsson skýtur að marki Breiðabliks.
Bjarni Þór Viðarsson skýtur að marki Breiðabliks.

Kópavogsbúar fengu þó ekki að fagna lengi því strax í næstu sókn jöfnuðu FH-ingar með marki Kristjáns Flóka Kristjánssonar eftir undirbúning Böðvars Böðvarssonar.

Eftir það var leikurinn nokkuð jafn og ekki mikið um góð færi en FH-ingar áttu þó betri færi en náðu ekki að nýta sér þau.

Aðstæður voru góðar í Kaplakrika og með þessu eina stigi fikruðu FH-ingar sig örlítið nær Íslandsmeistaratitlinum og þarf mikið að gerast ætli þeir að glutra forskotinu niður.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2