fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirAtvinnulífSigurjón Ólafsson ráðinn í nýja stöðu sviðsstjóra þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ

Sigurjón Ólafsson ráðinn í nýja stöðu sviðsstjóra þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ

Alls bárust 48 umsóknir um starfið

Sigurjón Ólafsson, 50 ára Hafnfirðingur, hefur verið ráðinn sviðsstjóri á nýju sviði þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ. Sigurjón hefur frá árinu 2013 rekið sitt eigið fyrirtæki, Fúnksjón vefráðgjöf, auk þess að starfa sem aðjúnkt í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Fyrir þann tíma starfaði Sigurjón sem deildarstjóri vef- og netbanka Íslandsbanka, vef- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og deildarstjóri vefdeildar hjá Kaupþing banka. Sigurjón er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum.

Sigurjón hefur verið þátttakandi í stafrænni vegferð margra fyrirtækja og ekki síst opinberra fyrirtækja þar sem hann hefur stýrt stórum verkefnum og aðstoðað við að breyta stafrænni ásýnd og við að innleiða ný vinnubrögð og hugsunarhátt. Verkefni Sigurjóns síðustu misseri hafa sér í lagi snúið að notendamiðaðri hönnun og þróun notendaferla.

Alls bárust 48 umsóknir um starf sviðsstjóra en 5 drógu umsókn sína til baka.

Sigurjón mun hefja störf 1. ágúst.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2