fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFréttirAnton Sveinn og Guðrún Brá eru íþróttamenn Hafnarfjarðar 2020

Anton Sveinn og Guðrún Brá eru íþróttamenn Hafnarfjarðar 2020

Nú fyrir skömmu voru þau Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili kjörin íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar 2020 en bæði eru atvinnumenn í sinni íþrótt.

Var athöfnin haldin í Bungalowinu og streymt á netinu og hátíðin í engri líkingu við það sem hún hefur verið vegna sóttvarnarreglna.

Eftirfarandi voru tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar:

  • Anton Sveinn McKee, SH – sund
  • Axel Bóasson, Keilir – golf
  • Britney Cots, FH – handknattleikur
  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH – borðtennis
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir – golf
  • Heiða Karen Fylkisdóttir,  AÍH – akstursíþróttir
  • Hilmar Örn Jónsson, FH – frjálsíþróttir
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH – sund
  • Kári Jónsson, Haukar – körfuboltaleikur
  • Nicoló Barbizi, DÍH – dans
  • Róbert Ingi Huldarsson, BH – borðtennis
  • Róbert Ísak Jónsson, Fjörður – sund
  • Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH – dans
  • Sól Kristínardóttir Mixa, BH – borðtennis
  • Steven Lennon, FH – knattspyrna
  • Tanya Jóhannsdóttir, Fjörður – sund
  • Valur Jóhann Vífilsson, KK – akstursíþróttir
  • Vikar Karl Sigurjónsson, AÍH – akstursíþróttir
  • Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar – körfuboltaleikur
  • Þórdís Eva Steinsdóttir, FH – frjálsíþróttir

Anton Sveinn McKee, SH – sund

 

Anton Sveinn McKee

Anton Sveinn McKee er fyrstur Íslendinga til að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó. Hann var einnig búinn að næla sér í keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í sundi sem átti að fara fram í maí í Búdapest en var frestað til 2021. Hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari í sundi 2020, hann varð einni íslandsmeistari í boðsundi. Hann setti þrjú Íslandsmet, sem voru einni ný Norðurlandamet í 200 m og 100 m bringusundi.

Anton var valinn inn í lið sem keppir í ISL (International Swim League), sem er mótaröð sem hóf göngu sína fyrir ári síðan og er ný og fyrsta atvinnumanna mótaröðin í sundi í heiminum. Í þessari mótaröð keppir hann fyrir Toronto Titans og allir sundmenn í þessari mótaröð fengu tækifæri til að keppa í fimm vikna mótaröð sem haldin var nú í október og nóvember. Keppendur mættu til Búdapest og voru sett í sóttvarnarhólf til að hægt væri að tryggja öryggi allra sem koma að mótinu. Þar vann hann í þrígang 200 og 100 m bringusund og setti þar einnig metin sem minnst var á hér áðan. Anton æfir nú yfir veturinn í Blacksburg, Virginia með atvinnumanna liðinu Virginia Tech University. Hann keppir og æfir með SH í öllum sínum fríum og heimsóknum til Íslands. Á meðan hann æfir erlendis fær hann einnig styrktar æfingaáætlun sendar frá styrktarþjálfara SH.

Anton Sveinn var nýlega útnefndur Sundmaður ársins af Sundsambandi Íslands.

Viðtal við Anton Svein verður birt hér á Fjarðarfréttum síðar í kvöld.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir – golf

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins í mörg ár og er ein af bestu kylfingum landsins.

Guðrún Brá er Íslandsmeistari kvenna í golfi fyrir árið 2020 og hefur sigrað þrjú ár í röð. Hún sigraði á  Íslandsmótinu í höggleik í Mosfellsbæ í sumar. Guðrún Brá lék á 71-72-72-74 eða á 289 höggum eða einu högg yfir pari.

Guðrún Brá varð einnig stigameistari GSÍ í annað sinn. Hún keppti á öllum fimm stigamótum ársins hér heima og sigraði á þremur þeirra, varð einu sinni í 3. sæti og einu sinni í fjórða sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún er með fullan þátttökurétt á árinu og einnig á næsta ári. Vegna aðstæðna í heiminum voru ekki mörg atvinnumannamót sem hægt var að leika á í ár. Besti árangur hennar var 39. sæti á móti í Sádi Arabíu í nóvember.

Guðrún Brá hefur tekið þátt í tíu mótum á árinu og vann sér inn þátttöku á lokamóti á Evrópumótaröðinni á Spáni í lok nóvember.

Guðrún er í 125. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í sæti 949 á heimslista atvinnukvenna í golfi. Guðrún Brá er góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Viðtal við Guðrúnu Brá verður birt hér á Fjarðarfréttum síðar í kvöld.

Lið ársins er meistaraflokkur FH karla og kvenna í frjálsum íþróttum

Skjáskot

Eftirtalin lið voru tilnefnd til íþróttaliðs ársins:

  • Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum, FH
  • Lið 15 ára og yngri drengja, Keilir
  • Lið 50 ára og eldri kvenna, Keilir
  • Kvennalið í áhaldafimleikum, Björk

Karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH stóð sig frábærlega á árinu 2020.

Liðið sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu. Þá vann liðið til fjölda titla bæði á Meistaramótum sem og í Bikarkeppni.

Meistaramót Íslands innanhúss: Karlaliðið sigraði með fjórum stigum og kvennaliðið sigraði með 5 stigum. Sameiginlegt lið karla- og kvenna sigraði svo á mótinu og varð félagið Íslandsmeistari félagsliða innanhúss 2020 með níu stigum. FH sigraði í 11 greinum á mótinu næsta lið sigraði í fjórum greinum.

Bikarkeppni FRI Innanhúss: Kvennalið FH sigraði í Bikarkeppni FRÍ innanhúss með 2 stigum, karlalið FH sigraði með 3 stigum. Karla- og kvennalið FH sigraði því keppnina samanlagt með 5 stigum og varð Bikarmeistari Íslands í frjálsíþróttum innanhúss. FH sigraði í 8 greinum af 16 á mótinu.

Meistaramót Íslands utanhúss: Meistaramótið fór fram á Akureyri og vegna Covid 19 var ákveðið að ekki skildi keppt til stiga á mótinu. FH hlaut ásamt ÍR flesta Íslandsmeistaratitla á mótinu alls 13 titla. Ef keppt hefði veið til stiga hefði keppni um sigur geta dottið FH eða ÍR megin.

Bikarkeppni FRI Utanhúss: Vegna Covid 19 var móti aflýst, FH var á pappírunum með sterkasta liðið.

Íslandsmet á árinu:

Í fullorðinsflokkum: Hilmar Örn Jónsson sló Íslandsmet í lóðkasti og sleggjukasti á árinu, Hilmar Örn bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á fjórum mótum á árinu. Vigdís Jónsdóttir sló einnig Íslandsmet í lóðkasti og sleggjukasti á árinu og bætti hún metin nokkrum sinnum á árinu. Þá setti Kolbeinn Höður Gunnarsson Íslandsmet í 200 m hlaupi innanhúss.

Á árinu voru öll stærri mót á vegum alþjóðlegra sambanda aflýst, eina landskeppnin sem fór fram á árinu var Norðurlandameistaramótið sem fram fór í febrúar innanhúss. Ari Bragi Kárason Kormákur Ari Hafliðson og Þórdís Eva Steinsdóttir kepptu á því móti og stóðu sig vel.

Nú á haustmánuðum voru Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari og Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari valdir í OL hóp FRÍ, en þeir eiga góðan möguleiga að komast á Olympíuleikana á næsta ári í Japan. Þá voru 12 karlar og 11 konur valin í landsliðshóp FRÍ fyrir 2021, glæsilegir kandidatar það.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2