fbpx
Heim Fréttir 45 heiðraðir fyrir að hafa unnið hjá Hafnarfjarðarbæ í 25 ár eða...

45 heiðraðir fyrir að hafa unnið hjá Hafnarfjarðarbæ í 25 ár eða lengur

Tveir starfsmenn hafa unnið í 40 ár hjá bænum

Glæsilegur hópur starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar í 25-40 ár

Prúðbúnir bæjarstarfsmenn mættu í móttöku bæjarstjóra í Hafnarborg í gær en tilefnið var að afhenta afhenda öllum starfsmönnum sem unnið hafa í 25 ár og lengur hjá Hafnarfjarðarbæ viðurkenningu.

Þetta er nýr siður hjá Hafnarfjarðarbæ og voru fyrir nokkrum dögum heiðraðir þeir starfsmenn sem unnið höfðu í 15 ár hjá bænum.

Eyglól Hauksdóttir og Erla Guðríður Jónsdóttir hafa unnið í 40 ár hjá Hafnarfjarðarbæ

Upphaflega átti aðeins að heiðra þá sem voru búnir að vinna í 25 ár hjá bænum en þá kom í ljós að 39 starfsmenn höfðu unnið lengur en það og hefðu því ekki verið með. Að sjálfsögðu var niðurstaða að heiðra þá líka og þau sem lengst hafa unnið hjá bænum hafa unnið samfellt í 40 ár, þau Erla Guðríður Jónsdóttir, skólaliði í Setbergsskóla sem lengst hafði unnið á gæsluvöllum bæjarins og Eygló Hauksdóttir, deildarstjóri fjárreiðu.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri þakkaði öllum þessum starfsmönnum fyrir góð störf og sagði þá hafa upplifað miklar breytingar, m.a. innleiðingu tölvutækninnar og sagðist ekki búast við að viðlíka breytingar yrðu á næstunni. Reyndar benti Gunnar Gunnarsson sem unnið hefur samfleytt í 30 ár í Tónlistarskólanum á að hann kenndi ennþá á sams konar hljóðfæri og krakkarnir léku sama menúettinn eftir Mozart, svo það breytist ekki mikið alls staðar.

Bæjarstjóri færði öllum viðurkenningarskjal og Berglind Guðrún Bergþórsdóttir mannauðsstjóri afhenti hverjum starfsmanni rós og umslag með peningaupphæð.

Starfsfólk Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru áberandi margt.

Áberandi var að margir starfsmenn Tónlistarskólans voru meðal þeirra sem fengu viðurkenningu en sjö þeirra höfðu unnið í 25-33 samfleytt við skólann.

Hjónin Margrét Hannesdóttir og Sverrir Marinósson.

Ein hjón voru á meðal þeirra sem fengu viðurkenningar, Sverrir Marinósson umsjónarmaður fasteigna sem unnið hefur í 25 ár hjá bænum og Margrét Hannesdóttir leikskólakennari til 32 ára.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar. Ath. að starfsaldur sem gefinn er upp er samfelldur starfsaldur og því geta sumir hafa unnið enn lengur hjá Hafnarfjarðarbæ.

StarfsaldurNafnStarfsheiti
40 árErla Guðríður Jónsdóttirstuðningsfulltrúi
40 árEygló Hauksdóttirdeildarstjóri fjárreiðu
36 árKolbrún Oddbergsdóttirdeildarstjóri fjölskylduþjónustu
36 árSigurður Barði Jóhannessondeildarstjóri tölvudeildar
34 árIngvar Reynissonmælingamaður
33 árHelgi Bragasonaðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla
33 árBerta K Gunnarsdóttirdeildarstjóri launadeildar
32 árGuðný Steina Erlendóttirleikskólakennari
32 árMargrét Hannesdóttirleikskólakennari
31 árÞóra Kristjana Einarsdóttiraðstoðar leikskólastjóri
31 árÓlöf Þórólfsdóttirmatartæknir
31 árHaraldur Eggertssonverkefnisstjóri stjórnsýslu
31 árDagný Bergvins Sigurðardóttirþroskaþjálfi
30 árNína Edvarsdóttirdeildarstjóri
30 árTheodór Hallssonskólastjóri Námsflokka
30 árGunnar Gunnarssonskólastjóri Tónlistarskólans
30 árOddfríður Jónsdóttirleikskólastjóri
30 árKristjana Þórdís Ásgeirsdóttirdeildarstjóri Tónlistarskóla
29 árElías Már Sigurbjörnssonumsjónarmaður fasteigna
29 árGeir Bjarnasonforvarnarfulltrúi
29 árStefán Ómar Jakobssontónlistarkennari
29 árKolbrún Helgadóttiraðstoðarmaður leikskóla
29 árÓlína Jóna Birgisdóttirdeildarstjóri fjölskylduþjónustu
29 árGuðjón Steinar Sverrissonverkstjóri þjónustumiðstöð
28 árElísabet Ingibergsdóttirsundlaugarvörður
28 árKatrín Guðbjartsdóttirleikskólakennari
28 árSigríður Baldursdóttirleikskólakennari
28 árGuðný Brynja Einarsdóttirstuðningsfulltrúi
28 árSigurður Haraldssonsviðsstjóri UHS
28 árJónína Jóhannsdóttiraðstoðarmaður leikskóla
28 árHildur Baldursdóttirdeildarstjóri leikskóla
28 árSigríður Þorleifsdóttiraðstoðarmaður leikskóola
28 árÞuríður Rúrí Valgeirsdóttirdeildarstjóri leikskóla
27 árÞórunn Njálsdóttirdeildarstjóri leikskóla
27 árBirna Leifsdóttiraðstoðarmaður leikskóla
27 árGuðríður Einarsdóttirskólaritari
27 árBjörn Bögeskov Hilmarssonforstöðumaður Þjónustumiðstöðvar
27 árElsa Guðmunda Jónsdóttirlandfræðingur, UHS
26 árSigurður Marteinssontónlistarkennari
25 árSverrir Marinóssonumsjónarmaður fasteigna
25 árGuðmundur Ragnar Ólafssoninnkaupafulltrúi
25 árMaría Sveinfríður Halldórsd.aðstoðarmaður leikskóla
25 árÁrmann Helgasondeildarstjóri Tónlistarskóla
25 árErna Guðmundsdóttirtónlistarkennari
25 árMargrét Stefanía Gísladóttirdeildarstjóri, Stekkjarási