fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttir13,2 milljónir kr. sem 5.400 iðkendur íþrótta njóta góðs af

13,2 milljónir kr. sem 5.400 iðkendur íþrótta njóta góðs af

Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbær greiddu saman 13,2 milljónir kr. sem nýtast mun yfir 5.400 börnum sem stunda íþróttir innan vébanda Íþróttabandalags Hafnarfjarðar

Hefur börnunum sem njóta góðs af íþróttastyrk Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar  fjölgað um rúmlega 540 milli ára.

Styrkveitingin fór fram í gær, fimmtudaginn 27. júní, við athöfn í höfuðstöðvun Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík og var það fyrri úthlutunin af tveimur í ár. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH afhentu styrkina.

Þrettán félög fengu samtals 13,2 milljónir króna.

Fram kom við afhendingun að álit flestra sé að börnin séu að skila sér inn í íþróttafélögin eftir Covid-faraldurinn.

Þessi félög fengu styrk

  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar, 4.810.851 kr.
  • Knattspyrnufélagið Haukar, kr. 3.595.350 kr.
  • Fimleikafélagið Björk, 1.456.653 kr.
  • Sundfélag Hafnarfjarðar, 1.006.016 kr.
  • Brettafélag Hafnarfjarðar, 777.044 kr.
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar, 455.508 kr.
  • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, 399.483 kr.
  • Golfklúbburinn Keilir, 309.356 kr.
  • Hestamannafélagið Sörli, 199.742 kr.
  • Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, 104.743 kr.
  • Blakfélag Hafnarfjarðar, 41.410 kr.
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur, 26.795 kr.
  • Íþróttafélagið Fjörður, 17.051 kr.

Samningur um íþróttastyrkina er á milli  Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar fyrir 18 ára iðkendur og yngri og gildir fyrir árin 2022-2024.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða hvort um sig 12 milljónir króna í ár.

Úthlutanir styrkja eru í júní annars vegar og hins vegar í desember út frá umsóknum félaga og reglum samningsins. Alls voru 55% afhent nú vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum, að minnsta kosti tvisvar í viku og í fjóra mánuði yfir árið.

Árið 2023 var sótt um stuðning vegna 4.873 barna og árið 2024 var sótt um stuðning fyrir 5.419 börn, 546 börnum fleiri en árið á undan. Sóttu 13 félög um stuðning úr sjóðnum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2