fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniUnglingalandsmót UMFÍ verður um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ verður um verslunarmannahelgina

Borgarnes verður yfirfullt af fjölskyldum og vonandi hálfum Hafnarfirði í brakandi blíðu um verslunarmannahelgina að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ.

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar er orðinn sambandsaðili UMFÍ ásamt næstum öllum íþróttafélögum landsins og segir Jón Aðalsteinn að heimsins skemmtilegasti verkefnastjóri mótsins sé íþróttakonan og rótgróni Hafnfirðingurinn Silja Úlfarsdóttir.

Skráning er í fullum gangi á umfi.is og lýkur henni á mánudaginn, 29. júlí nk.

„Við erum með svo til fasta áskrifendur fyrir keppendur 11 – 18 ára á mótið af því að það er svo æðislegt – og fjölskyldur þeirra. Um 5.000 manns verða í Borgarnesi yfir helgina og er það varlega áætlað enda tekur Unglingalandsmót yfirleitt yfir þá bæi sem mótið er í um hverja verslunarmannahelgi. Landsmót UMFÍ voru einu sinni aðeins fyrir þau sem voru í ungmennafélögum. Það er löngu liðin tíð og við erum búin að senda slíka hugsun á Þjóðminjasafnið,“ segir Jón Aðasteinn í samtali við Fjarðarfréttir.

Þurfa ekki að vera skráð í íþróttafélög til að taka þátt

Unglingalandsmót UMFÍ er opið fyrir alla 11-18 ára sem hafa áhuga á íþróttum. Þau þurfa ekki einu sinni að vera skráð í íþróttafélag til að taka þátt.  Fjölskyldur mæta með börnunum og nóg er um að vera fyrir alla.

18 keppnisgreinar og margt hægt að prófa

Kökuskreytingar – körfubolti – grasblak – grashandbolti – badminton – glíma – frjálsar íþróttir – borðtennis – bogfimi – hestaíþróttir – hjólreiðar – knattspyrna – pílukast – skák – stafsetning – sund og upplestur.

Hver grein nema frjálsar tekur aðeins einn dag – frjálsar taka tvo.

Eldhress lið frá Haukum í Hafnarfirði hefur skráð sig til keppni í körfubolta og verða nokkur lið einstaklinga með fötlun.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér. 

Silja Úlfarsdóttir heillaðist á sínu fyrsta móti með fjölskyldunni

Silja Úlfarsdóttir, fyrrum hlaupadrottning úr FH verður verkefnastjóri á mótinu.

Silja Úlfarsdóttir með syni sínum

„Ég fór í fyrra með fjölskylduna á Sauðarkrók og við skemmtum okkur vel, þá kunnum við ekki á liðaskipulagið en við klikkum ekki á því aftur. Núna ætla drengirnir mínir að keppa í frjálsum, blaki, pílukasti, handbolta og fleiri íþróttum,“ segir Silja.

Segir hún ekkert mál að setja saman lið og þó maður sé ekki með liði þá sé ekkert mál að taka samt þátt.

„Einnig er fullt í boði fyrir yngri systkinin og okkur foreldrunum leiddist ekki eina einustu mínútu á mótinu, það var svo margt um að vera,“ segir Silja er hún rfrá Hafnarfirði og ég hvet fólk til að koma og taka þátt!“

ÍBH verður með merkt svæði á tjaldsvæðinu svo Hafnfirðingar geta haldið hópinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2