Mánudagur, október 13, 2025
HeimFréttirNikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir efst á stigalista í dansi

Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir efst á stigalista í dansi

Dansparið Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir eru komin í efsta sæti á stigalista hjá Alþjóða dansíþróttasambandinu WDSF.

Er það eftir keppni þeirra í á opnu alþjóðlegu dansmóti í flokki atvinnumanna í suður-amerískum dönsum þar sem þau náðu 3. sæti. Mótið var haldið í Róm 3. október síðastliðinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem að íslenskt danspar nær þessum áfanga.

Eru þau með 4.337 stig í efsta sæti heimslistans, 237 stigum á undan næsta pari.

Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev kenna og æfa hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, DÍH og hafa bæði verið tilnefnd til íþróttamanns Hafnarfjarðar.

Þau keppa í flokki atvinnumanna í Latin dönsum og eru bæði með langa og góða reynslu af samkvæmisdansi og hafa dansað bæði með fyrrverandi dansfélugum og nú saman út um allan heim. Þau kenna bæði í hóp- og einkatímum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2