fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimUmræðanViljum við fjölga öryggismyndavélum í bæjarlandi Hafnarfjarðar?

Viljum við fjölga öryggismyndavélum í bæjarlandi Hafnarfjarðar?

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi skrifar

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur falið embættismönnum bæjarins að taka til skoðunar hvort það sé tíma­bært að fjölga örygg­ismynda­vélum í landi Hafnar­fjarðar. Meginmarkmið með fjölgun öryggis­myndavéla er tvíþætt; ann­ars vegar að auka öryggi íbúa og hinsvegar að vernda eignir og um­­hverfi bæjarins.

Taka skal til skoðunar hvort fjölga eigi svæðum og stofn­unum þar sem rafræn vöktun er viðhöfð og hefja umræðu um gildi þess fyrir bæjarbúa. Í fyrsta lagi þarf að skoða hvort og hvaða svæði og stofnanir eiga að sæta vöktun. Í öðru lagi þarf að skil­greina markmið með vöktun og síðan þarf að setja skýrar reglur um notkun í samræmi við lög og reglur sem Persónuvernd hefur sett en um notkun rafrænnar vöktunar, gilda reglur nr. 837/2006, sem Persónuvernd hefur sett með stoð í 5. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000. Þar segir m.a. í 4. gr. að raf­­ræn vöktun verði að fara fram í yfir­lýst­­um, skýrum og málefnalegum til­gangi, s.s. í þágu öryggis eða eigna­vörslu.

Samkvæmt 5. gr. regln­­anna skal þess jafnframt gætt við alla rafræna vöktun að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til miðað við þann tilgang sem að er stefnt. Þar segir einnig að gæta skuli þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forð­ast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.

Samkvæmt ákvæði 10. gr. regln­anna skal ábyrgðaraðili rafrænnar vöktunar, t.d. sveit­­ar­félag, veita þeim fræðslu sem henni sæta með sannan­legum hætti. Um efni slíkr­ar fræðslu, eftir atvikum reglna, er einnig fjallað í ákvæðinu og þarf það að taka til tilgangs vöktun­arinnar, hverjir hafi eða kunni að fá aðgang að upplýsingum sem safnast og hversu lengi þær verði varðveittar og hvaða búnaður er notaður.

Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram yfirlit yfir öryggismyndavélar við stofnanir bæjarins og þar kemur fram að grunn- og leikskólar hafa slík kerfi, sundlaugar hafa öryggiskerfi á blaut­svæðum og nokkrar stofnanir að auki. Komin er tími á að yfirfara og endurnýja þessi kerfi og vinna er hafin við kostn­aðarmat.

Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2