fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimUmræðanVarist vinstri slysin

Varist vinstri slysin

Magnús Ægir Magnússon skrifar

Það var grátbroslegt að lesa tvær greinar í Fjarðarfréttum í síðustu viku, miðvikudaginn 18. apríl. Greinarnar ann­­ars vegar skrifaðar af fulltrúum Sam­fylkingarinnar hér í Hafn­arfirði og hins vegar af fulltrúa VG. Í báðum greinunum skín í gegn gríðarlegur pirr­ingur yfir góðri og ört batnandi fjár­hagsstöðu bæjarsjóðs. Und­­ir sterkri stjórn Sjálf­stæðis­flokksins í Hafnarfirði hefur fjárhag bæjarins verið algerlega snúið við. Bæjar­sjóður sem áður var í fjárhags­legri gjör­gæslu opin­berra aðila hefur batn­að og batnað þetta kjör­tímabil und­ir stjórn Sjálf­stæðis­­flokksins. Í stað þess að safna skuldum hefur bæjar­sjóð­ur greitt niður skuldir, spar­að vaxta­­­greiðslur. Peningar sem áður fóru til greiðslu vaxta af skuldum eru nú not­aðir til uppbyggingar í bænum.

Þetta ergir fulltrúa Samfylk­ingarinnar og VG heilmikið enda voru þessir sömu flokkar nálægt því að gera bæinn gjald­þrota þegar þeir „stjórn­uðu“ bæj­ar­­félag­inu, eða rétt­ara sagt stjórnuðu ekki.

Sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næst­komandi verða einar þær mikil­­vægustu fyrir Hafn­firð­inga í langan tíma. Mikilvægið felst ekki síst í því hvort takist að varðveita þann stöðugleika sem kominn er á rekstur bæj­ar­sjóðs eftir áralanga óstjórn. Einn besti mæli­kvarð­inn á þennan árangur er sá að skulda­­hlutfall og skulda­við­mið bæjarsjóðs hefur lækkað ört og þar af leiðandi vaxtagreiðslur og aðrar greiðsl­ur sem fylgja mikilli skuld­setn­ingu. Sparaðir peningar í þessum liðum nýtast upp­byggingu innviða í bæjar­félag­inu.

Bæjarbúar þurfa að hafa í huga það sem sagt var einu sinni, en á alveg eins við í dag, „varist vinstri slysin“.

Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur
og skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2